Karellen
news

Skólaárið 2021-2022

20. 08. 2021

Nýtt skólaár er hafið og eru börn og starfsfólk að kynnast á nýjum heimastofum. Einnig eru 24 börn að taka sín fyrstu skref í leikskólagöngu sinni í aðlögun á norðurgangi sem gengur glimrandi vel. Kennarar hafa verið í óða önn að skipuleggja starfið fyrir veturinn. Við ætlum að leggja mikla áherslu á orðaforða í vetur og vinna markvist með orðaforðalista sem hægt er að nálgast inn á vef menntamálastofnun https://mms.is/namsefni/ordafordalisti . Við hvetjum foreldra til að nýta sér Karellen appið. Þar er hægt að tilkynna veikindi og leyfi, og einnig er auðvelt að senda okkur skilaboð. Við viljum líka minna á að við sendum allar mikilvægar tilkynningar út í tölvupósti þannig að það er gott að fylgjast með honum og passa að rétt netfang séð skráð hjá okkur. Við hlökkum til skólaársins 2021-2022 sem býður okkar með fullt af nýjum áskorunum og skemmtilegum verkefnum. Hægt er að finna skóladagatal fyrir veturinn hér á heimasíðu Hjallatúns.

© 2016 - 2023 Karellen