Karellen
news

Haustið 2020

28. 09. 2020

Nú er starfið að komast á gott ról hjá okkur í Hjallatúni og börn og starfsfólk farið að finna taktinn. Við höfum verið í smá breytingum. Börnin sem voru út í Eldey eru komin inn á nýja heimastofu á Vesturgangi og fékk heimastofan það skemmtilega nafn Ljómaland, sem var kosið af börnunum og starfsfólki. Þessar breytingar leggjast vel í börn og starfsfólk og teljum við báðir hópar munu njóta sín betur í leik og starfi. Við erum að vinna mikið í Hringekjunni þessa dagana markmiðið er að bæta hana með starfsumhverfið í huga þannig að áherslan er að dreifa börnunum betur og minnka áreiti á hverju svæði. Bína og Lubbi eru á sínum stað og er stafur vikunnar Dd.

© 2016 - 2022 Karellen