Leikskólinn Hjallatún opnaði 8. janúar 2001. Þrír gangar eru í leikskólanum, Austurgangur og Vesturgangur fyrir 3 - 5 ára börn og Norðurgangur fyrir 2ja ára börn. Á hverjum gangi eru tvær heimastofur, þær heita Logaland og Ljósaland á Vesturgangi og Varmaland og Bjarmaland á Austurgangi. Heimastofurnar á Norðurgangi heita Funaland og Sunnuland. Hverri heimastofu fylgja hvíldarherbergi og salerni. Heimastofurnar á hvorum gangi fyrir sig vinna saman og mynda eina heild. Í leikskólanum eru að jafnaði um hundrað og sjö börn og um þrjátíu starfsmenn. Fjöldi barna á hverri heimastofu er á milli tuttugu og eitt og tuttugu og þrjú, en það fer það eftir aldri barnanna.
Reynt er að hafa umhverfið hlýlegt og heimilislegt þar sem börn og starfsfólk dvelja hér allan daginn.