Karellen

Á Vestur- og Austurgangi er hringekjan frá kl 9:50 – 11:30. Mánudag til fimmtudags

Á Vestur- og Austurgangi geta börnin farið á milli greindarsvæða og valið sér hvað þau vilja gera. Unnið er með allar greindirnar í hringekjunni þannig að börnin geta valið sér greind sem hentar þeim.


Á Norðurgangi er hringekja frá kl 9:50 - 10:50. Þriðjudag og miðvikudag


  • Með hringekjunni stuðlum við að lýðræði og að börnin taki sjálfstæðar ákvarðanir.
  • Kennararnir eru ábyrgir fyrir einni greind á tveggja vikna fresti og sjá til þess að svæðin séu spennandi svo að börnin komi á þeirra greindarsvæði.
  • Markmiðið er að börnin læri í gegnum leikinn og kynnist öllum greindunum.
  • Það er hlutverk deildarstjóra og kennara að skrá og fylgjast með þroska einstaklingsins.
© 2016 - 2023 Karellen