news

Grænfáninn

20. 01. 2020

Hjallatún vinnur að því að fá Grænfánann og vera skóli á grænni grein. Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnissins er meðal annars að auka umhverfismennt.

Byrjað var á því að huga að flokkun og hefur það gengið vel. Næsti liður er að huga að plastnotkun og biðja því kennarar foreldra að koma með að heiman fjölnota poka sem hægt er að nota undir blautan fatnað og listaverk barnanna. Vonum við að foreldrar taki vel í verkefnið og hjálpi okkur í leið okkar að Grænfánanum.

© 2016 - 2020 Karellen